17.9.2014 | 16:31
Nú skal skríllinn svelta.
Þessi ríkisstjórn er efalaust sú versta frá upphafi lýðveldisins. Þeir taka upp þráðinn frá síðasta sinn sem þeir voru í ríkisstjórn þar sem þeir gáfu vildarvinum sínum bankana og lofuðu þeim að ræna þá og þarmeð almenning að vild. Hugstjón þeirra virðist skýr, afturhvarf til miðalda. Fámenn aðals og kónga stétt sem á allt fjármagn og veltir sér í vellystingum, og síðan almenningur sem borgar veisluna þeirra og sjálfur lepur dauðann úr skel. Að hækka skatt í lífsnauðsynjar og heilbrigðisþjónustu en lækka skatt á Hummer og Lexus og vellríkum útgerðarmönnum á þessum tímum þegar almenningur er að reyna jafna sig eftir skellinn síðasta sinn þsem þessir flokkar voru í ríkisstjórn er viðurstyggilegt.
![]() |
Fjárlögin aðför að launafólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Guðmundur Eiríksson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar